VERIÐ VELKOMIN Á HUGVÖLL

Mættu á Hugvöll með tölvuna til að vinna, spjalla, hitta annað fólk og skiptast á góðum hugmyndum.
Við erum staðsett á Laugavegi 176 og það er opið á milli 9 og 16 alla virka daga.

SAMTALIÐ

Helga Valfells // 21. Maí

Èg er með frábæra hugmynd

🕛 11:30 - 12:30

GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON // FRESTAÐ

Spjall við Guðmund Kristjánsson forstjóra Brims

🕛 12:00 - 13:00

Sigtryggur & STEINUN // 14. sept

Tónlistargeirinn – Tvísýnir tímar

🕛 12:00 - 13:00

VAXA OG SKAPA NÝ TÆKIFÆRI

„Það fylgja því margbrotnar tilfinningar að skipta um starfsvettvang og standa á tímamótum í lífinu. Í starfi mínu í gegnum árin við atvinnuráðgjöf hef ég séð hvað þessi tímamót geta haft djúpstæð áhrif á fólk. Alls kyns hugsanir hellast yfir mann um framtíðina og hvernig hægt er að vinna úr stöðunni. 

Um leið kemur mikil þörf á að eiga uppbyggilegt samtal um ný tækifæri á nýjum stað – samtal sem getur reynst dýrmætt og átt þátt í nýrri vegferð. Það er hugmyndin á bak við Hugvöll. Að leiða fólk saman, deila þekkingu, víkka tengslanetið, vaxa og skapa ný
tækifæri.“

HLYNUR JÓNASSON - FORMAÐUR STJÓRNAR

HVAÐ ER HUGVÖLLUR?

Hugvöllur var stofnaður í janúar 2021 með það markmið að leiðarljósi að tengja saman öflugt og reynslumikið fólk sem stendur á tímamótum. Á Hugvelli færð þú tækifæri til að styrkja tengslanetið, skapa þér atvinnutækifæri og auka þekkingu þína.

Á Hugvelli er tækifæri fyrir fyrirtæki til tengjast einstaklingum með fjölbreytta menntun og reynslu sem getur leitt til samstarfs til skemmri eða lengri tíma.

Á bak við Hugvöll standa einstaklingar í ábyrgðarstöðum í íslensku atvinnulífi með sterkar tengingar innan þess og öflug fyrirtæki í einkageiranum sem styrkja framtakið. Hugvöllur er ekki styrktur af hinu opinbera á neinn hátt.

Á Hugvelli leggjum við áherslu á tengingar, tækifæri og vöxt.

HUGVÖLLUR

HAFÐU SAMBAND

    © 2021 Hugvöllur

    hugvollur@hugvollur.is

    S: 697-3485