UM HUGVÖLL

VÖLLUR TIL AÐ DAFNA

Hugvöllur var stofnaður í janúar 2021 með það markmið að leiðarljósi að tengja saman öflugt og reynslumikið fólk sem stendur á tímamótum. Á Hugvelli færð þú tækifæri til að styrkja tengslanetið, skapa þér atvinnutækifæri og auka þekkingu þína.

Á Hugvelli er tækifæri fyrir fyrirtæki til tengjast einstaklingum með fjölbreytta menntun og reynslu sem getur leitt til samstarfs til skemmri eða lengri tíma.

Á bak við Hugvöll standa einstaklingar í ábyrgðarstöðum í íslensku atvinnulífi með sterkar tengingar innan þess og öflug fyrirtæki í einkageiranum sem styrkja framtakið. Hugvöllur er ekki styrktur af hinu opinbera á neinn hátt.

Á Hugvelli leggjum við áherslu á tengingar, tækifæri og vöxt.

Í stjórn Hugvallar sitja þau Elín Hjálmsdóttir, fyrrum framkvæmdastjóri mannauðssviðs Eimskips, Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Landsamtaka lífeyrissjóða og markaðsstjóri Kjörís, Guðmundur Kristjánsson í Brim, Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri FranklinCovey, Hlynur Jónasson hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins en hann á einmitt upphaflega hugmyndina að verkefninu. 

Síðan er það Kristján Pétur Sæmundsson sem var ráðningastjóri hjá Icelandair en hóf nýverið störf hjá Advania, Rakel Lind Hauksdóttir fjármála og fjáröflunarstjóri SOS Barnaþorpanna, Salóme Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Icelandic Startups, Sigríður Theódóra Pétursdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Brandenburg, Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar eða ÚTÓN, Þorgrímur Þráinsson rithöfundur og fyrrum knattspyrnumaður og síðast en ekki síst Þór Sigfússon stofnandi og framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans. 

STJÓRN HUGVALLAR

BAKHJARLAR

VELUNNARAR

Steinar Ingi Kolbeins

Ágúst Orri Arnarson

Hlynur Örn Arnarson

Eyþór Tumi Valdimarsson

Birta Ísólfsdóttir

Anna Björk Árnadóttir

Helga Sigurbjarnadóttir 

Ragnheiður Sylvia Kjartansdóttir

Geir Zoega

Ágúst Jakobsson 

Bergsveinn Jónsson

Arnar Gauti

Valdís Guðmundsdóttir

Atli Þór Þorgeirsson

Steingrímur Jónsson 

Kjartan Egilsson

Kári Konráðsson

Böðvar Kristófersson

Árni Pétursson

Jón Heimir 

Þorlákur Morthens (Tolli) 

Valgeir Ólafsson

Víðir Sigurðsson

Sigurjón Ragnar Sigurjónsson

Elfar Bjarnason

HAFÐU SAMBAND

    © 2021 Hugvöllur

    hugvollur@hugvollur.is

    S: 697-3485